Útafakstur á Hellisheiði
29.09.2007
Tónleikar
28.09.2007Farþegi í aftursæti slasaðist alvarlega þegar bíll steyptist út af háum vegarkanti á Hellisheiði eystri síðdegis í gær. Hann var fluttur meðsjúkraflugvél til Reykjavíkur en ekki fengust uppl
28.09.2007
Farþegi í aftursæti slasaðist alvarlega þegar bíll steyptist út af háum vegarkanti á Hellisheiði eystri síðdegis í gær. Hann var fluttur með
sjúkraflugvél til Reykjavíkur en ekki fengust upplýsingar um líðan hans í gærkvöldi.
Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Egilsstöðum var mjög hvasst þegar bíllinn fór út af í beygju
á austanverðri heiðinni, steyptist fram af háum vegarkantinum og endastakkst. Þrír íslenskir menn á
fertugs- og fimmtugsaldri voru í bílnum og eru hinir tveir mun minna slasaðir.
Morgunblaðið