Um Langanesbyggð
Langanesbyggð er sveitarfélag á og við Langanes, Langanesströnd og Þistilfjörð á norðausturhorni landsins. Sveitarfélagið Langanesbyggð varð til við sameiningu Þórshafnarhrepps og Skeggjastaðarhrepp árið 2006 og síðar Svalbarðshrepps árið 2022.
Langanesbyggð er 2483 ferkílómetrar að stærð. Strandlengja Langanesbyggðar er 198 km.
Íbúar Langanesbyggðar 1. janúar 2023 voru 592.
Uppfært20. desember 2023