Sorphirða
Þann 1. ágúst 2010 hófst flokkun sorps á heimilum í Langanesbyggð. Markmiðið með flokkuninni er að uppfylla kröfur um úrbætur í umhverfismálum og bæta þjónustu við íbúa. Öll heimili flokka í þrjár tunnur, almennt sorp fer í gráa tunnu, endurvinnanlegt sorp (pappír og plast) í græna tunnu og lífrænt sorp í brúna tunnu. Lífræna sorpið verður jarðgert og endurvinnsla verður stóraukin. Náðst hefur góður árangur með sorpflokkun í Langanesbyggð síðan hún hófst sé horft til annarra sveitarfélaga. En það má vissulega gera betur.
Nýjum og uppfærðum upplýsingum verður komið inn á síðuna hér að neðan um flokkun og urðun sorps þegar nýju skipulagi verður komið á samkvæmt breytingu á lögum sem tóku gildi um áramótin 2022/2023
Sorpmóttökusvæði er opið:
Mánudaga, miðvikudaga og föstudaga frá 15 til 17
Laugardaga frá 13 til 15.
Flokkunarleiðbeiningar
Sorphirðudagatal 2024
Sorphirðudagatal 2025
Reglur og gjaldskrá gámasvæða
How to sort in the green bin and the brown bin.
Tablica segrgacji, zielony pojemnik, brązowy pojemnik