Fara í efni

Fatlaðir

Málefni fatlaðra

Markmið með þjónustunni er að tryggja fötluðum jafnrétti og sambærileg lífskjör á við aðra þjóðfélagsþegna og skapa þeim skilyrði til að lifa eðlilegu lífi. Þjónustan er veitt samkvæmt lögum um málefni fatlaðra.

Þjónustan sem stendur til boða er almenn ráðgjöf auk sérhæfðrar ráðgjafar við fatlaða, fjölskyldur þeirra og aðra þjónustuaðila sem að málum þeirra koma. Ráðgjöfin fer fram í formi viðtala, fræðslu og greiningar. Umsóknir um umönnunarbætur og stuðningsfjölskyldur eru afgreiddar hjá starfsfólki auk umsókna um liðveislu, frekari liðveislu, ferliþjónustu, sambýli fatlaðra, atvinnu o.þ.h.

Ráðgjafi í málefnum fatlaðra er Helga Björg Pálmadóttir
Forstöðumaður í málefnum barna er Tinna Ósk Óskarsdóttir.
Ráðgjafi í Keldu er Unnur Sigurðardóttir
Deildarstjóri félagslegrar heimaþjónustu er Fanney Hreinsdóttir

Á Húsavík eru reknar fjórar þjónustueiningar fyrir fatlaða á vegum Félagsþjónustu Norðurþings, allar staðsettar á Húsavík.

Unnið er eftir aðferðafræði Þjónandi leiðsagnar og Valdeflingar.

Valdefling - tekið af vef Akureyrarbæjar.
Reglur um stuðningsþjónustu

Notendaráð Norðurþings

Í notendaráði er lögð áhersla á hvers kyns samráð og samvinnu við notendur sem hefur rutt sér til rúms innan velferðarþjónustunnar. Talið er mikilvægt að notendur eigi slíkan vettvang þar sem valdefling er höfð að leiðarljósi; fólk verði þannig virkir þátttakendur í mótun á þeim úrræðum og þjónustu sem því stendur til boða.

Samráð af því tagi sem hér um ræðir er þríþætt:

  • a. samráð við einstaka notendur í málum sem varða þá sjálfa,
  • b. samráð um stefnumótun og
  • c. samráð við hópa notenda um framþróun þjónustunnar.

Við hvetjum íbúa í Norðurþingi til að vera í góðum samskiptum við notendaráð og koma með ábendingar um það sem betur má fara í málefnum fatlaðra innan sveitarfélagsins.

Ráðið skipa:

Einar Víðir Einarsson varaformaður
Hermína Hreiðarsdóttir ritari
Jóna Rún Skarphéðinsdóttir formaður
Júlía Margrét Birgisdóttir
Karolína Kr. Gunnlaugsdóttir
Rebekka Ásgeirsdóttir
Uppfært 3. júlí 2023
Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?