Félagsheimilið Þórsver
Þórsver er félagsheimili Langnesinga, við Langanesveg 16 á Þórshöfn.
Í húsinu eru tveir salir, nýuppgert rúmgott eldhús, stórt og gott svið í stærri salnum og búnaður til fundahalda. Stærri salurinn rúmar þægilega um 140 manns í sæti og sá minni um 40 manns.
Hægt er að fá húsið leigt undir ýmsa viðburði, svo sem afmæli, fermingarveislur, ættarmót, skemmtanir o.fl.
Gjaldskrá Þórsvers er á heimasíðu sveitarfélagsins HÉR
.
Uppfært25. nóvember 2024