Umskipunarhöfn í Finnafirði
Undanfarin ár hefur verið unnið að þróunarverkefni varðandi höfn í Finnafirði. Verkfræðistofan Efla hefur unnið verkefnið í samstarfi við Langanesbyggð og Vopnafjarðarhrepp. Í heimsókn sinni til Bremen kynnti forseti Íslands að náðst hefði samstarf við Bremenports varðandi frekari rannsóknir og mat á því hvort hægt sé að byggja upp umskipunarhöfn í Finnafirði.
Verkefnið var kynnt fyrir landeigendum á svæðinu og í framhaldi af því hafa verið haldnir íbúafundir á Þórshöfn og á Vopnafirði. Þar kynntu fulltrúar frá Bremenports í Þýskalandi og Hafsteinn Helgason frá verkfræðistofunni Eflu hugmyndir sínar varðandi þetta verkefni.
Fyrirlestrana sem fluttir voru á íbúafundinum má nálgast hér:
Company Profile - Ernst Schroeder
Sustainable Port Development in Bremen/Bremenhaven - Ulrich Filbrandt
Finnafjörður - kynning fyrir íbúum 10. október 2013 - Hafsteinn Helgason, verkfræðingur