Þekkingarnet Þingeyinga
Þekkingarnet Þingeyinga er símenntunar-, háskólaþjónustu- og rannsóknastofnun. Starfssvæði Þekkingarnetsins er Þingeyjarsýslur en aðsetur þess er á Húsavík. Þekkingarnet Þingeyinga býður upp á námskeiðahald, hefur milligöngu um námsleiðir og námsframboð fyrir fólk og vinnustaði og rekur fjarnámssetur með þjónustu og vinnuaðstöðu fyrir háskólanema á svæðinu. Einnig er stofnunin miðstöð rannsókna og hýsir til lengri og skemmri tíma fólk, stofnanir og fyrirtæki sem stunda rannsóknir í héraðinu.
Þekkingarnet Þingeyinga starfar á svæðinu frá Vaðlaheiði í vestri og austur fyrir Bakkafjörð. Stafsstöðvar eru víða um sýslu, misstórar umfangs. Aðalstarfsstöðin er innan Þekkingarsetursins á Húsavík, en einnig er rekin öflug starfsstöð innan Menntasetursins á Þórshöfn. Þá eru þjónustuver í Mývatnssveit, Kiðagili, á Laugum, Kópaskeri og Raufarhöfn.
Starfsmenn á staðnum eru tveir
Gréta Bergrún Jóhannesdóttir, verkefnastjóri og sérfræðingur á rannsóknarsviði - greta@hac.is / 464-5142
Heiðrún Óladóttir, verkefnastjóri á símenntunarsviði - heidrun@hac.is / 464-5144
Nánari upplýsingar um Þekkingarnet Þingeyinga er að finna á heimasíðu þeirra www.hac.is