Fara í efni

Tjaldsvæði

Tjaldsvæði Langanesbyggðar eru tvö, annarsvegar á Bakkafirði og hins vegar á Þórshöfn. 
Hér að neðan má sjá nánar um tjaldsvæðin

Tjaldsvæðið á Þórshöfn

Tjaldsvæðið er ofarlega í þorpinu á kyrrlátum og notalegum stað. Þaðan er öll þjónusta í þorpinu í göngufæri.
Aðstaða á tjaldsvæðinu er góð, þar eru borð og bekkir, salernisaðstaða, sturtur, rafmagn og aðstaða fyrir hjólhýsi og húsbíla.
Í íþróttahúsinu Verinu sem er örskot frá tjaldsvæðinu er aðstaðan til fyrirmyndar. Þar er stór og góð innisundlaug og heitir pottar, íþróttasalur og líkamsrækt. Þar er einnig upplýsingamiðstöðin ftrir ferðamenn og ýmis önnur aðstaða, t.d. þvottavél og þurrkari, netaðgangur og heitur reitur.
Við íþróttahúsið er sparkvöllur þar sem oftar en ekki er hægt að finna bæði með- og mótspilara.

Á Þórshöfn má finna alla almenna þjónustu s.s. heilsugæslu og apótek, veitingastað og skyndibitastað, verslun og beinsínstöð, pósthús og banka.

Tjaldsvæði Langanesbyggðar er aðili að Útilegukortinu, finna má upplýsingar um það hér.

Vegalengdir frá nokkrum stöðum til Þórshafnar:

Bakkafjörður 44 km
Vopnafjörður 70 km
Reykjavík 638 km
Akureyri 250 km
Egilsstaðir 197 km (um Hellisheiði 163)
Seyðisfjörður 228 km (um Hellisheiði 190)
Höfn á Hornafirði 444 km
Húsavík 159 km


Heimilisfang: Við Miðholt
Póstnúmer: 680 Þórshöfn
Sími / GSM: 468 1515 - 863 5198 - 468 1220
Heimasíða: www.langanesbyggd.is
Netfang: langanesbyggd@langanesbyggd.is og sund@langanesbyggd.is

Fjarlægð frá Reykjavík/Seyðisfirði: 638km/228km

Opnunartími: 1.júní - 31.ágúst

Aðstaða fyrir:
Tjöld
Tjaldvagna/fellihýsi/hjólhýsi
Húsbíla 

Tjaldsvæðið á Bakkafirði

Tjaldsvæðið er við grunn- og leikskólann á Bakkafirði á fallegum stað miðsvæðis í þorpinu. 
Aðstaða á tjaldsvæðinu er góð, þar eru borð og bekkir, salernisaðstaða,  uppvöskunaraðstaða,  rafmagn og aðstaða fyrir hjólhýsi og húsbíla. Hundar eru leyfðir á tjaldsvæðinu í bandi.  
Sími 892 4002
Netfang: info@northeasticeland.com 

Á Bakkafirði er matvöruverslun með nauðsynjavöru og kaffihús.

Opið sem hér segir:

Mán - fim: 11.30 - 14.00 og 17.30 - 20.00
Fös - lau: 11.30 - 14.00 og 18.30 - 20.00
Sun: 11.30 - 13.30 og 17.30 - 19.30

Sundlaug er í Selárdal í 30 km fjarlægð og á Þórshöfn í 44 km fjarlægð.

Sérstök náttúrufegurð er á Bakkafirði og sólarlagið engu líkt. Fallegar gönguleiðir eru á svæðinu t.d. út í Steintún og út í Digranesvita.
Nýja smábátahöfnin er staðsett innan við þorpið og er skemmtilegt að ganga þangað en á leiðinni er falleg á, Hafnará sem gaman er að vaða í og jafnvel synda í hylum þar. 


Tjaldsvæði Langanesbyggðar er aðili að Útilegukortinu, finna má upplýsingar um það hér.

Vegalengdir frá nokkrum stöðum til Bakkafjarðar:

Þórshöfn 44 km
Vopnafjörður 34 km
Reykjavík 652 km
Akureyri 263 km
Egilsstaðir 197 km (um Hellisheiði 163)
Seyðisfjörður 190 km (um Hellisheiði 154)
Höfn á Hornafirði 408 km
Húsavík 201 km

Heimilisfang: Skólagata 5
Póstnúmer: 685 Bakkafjörður
Sími / GSM: 892 4002
Heimasíða: www.langanesbyggd.is
Netfang: info@northeasticeland.com 

Fjarlægð frá Reykjavík/Seyðisfirði: 652km/190km

Opnunartími: 1.júní - 31.ágúst

Aðstaða fyrir:
Tjöld
Tjaldvagna/fellihýsi/hjólhýsi
Húsbíla

 

Uppfært15. júlí 2021
Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?