Félagsþjónusta
Langanesbyggð er með samstarfssamning við félagsþjónustu Norðurþings um þjónustu vegna félagsþjónustu, barnaverndar, skólaþjónustu og þjónustu við fatlaða.
https://www.nordurthing.is/is/thjonusta/felagsthjonusta/felagsleg-radgjof
Félagsleg heimaþjónusta
Með félagslegri heimaþjónustu er átt við þá þjónustu sem fjallað er um í VII. kafla laga nr. 40/1991 um félagsþjónustu sveitarfélaga.
Markmið félagslegrar heimaþjónustu er að efla notandann til sjálfsbjargar og sjálfræðis og gera honum kleift að búa sem lengst á eigin heimili, við sem eðlilegastar aðstæður.
Sækja þarf um félagslega heimaþjónustu til Fanneyjar Hreinsdóttir ráðgjafa félagslegrar heimaþjónustu. Umsókn er lögð fyrir á samráðsfundi félagsþjónustu Norðurþings. Þjónustuþegar greiða samkvæmt gjaldskrá, sem samþykkt er af sveitarstjórn. Gjaldskráin er tekjutengd.
Frekari upplýsingar veitir Fanney Hreinsdóttir ráðgjafi félagslegrar heimaþjónustu í síma 464 6100 eða á netfanginu fanney@nordurthing.is
Heimsending á mat
Einstaklingar sem ekki geta annast matseld sjálfir eiga kost á að fá heimsendan mat. Boðið er upp á mat í hádeginu alla daga vikunnar (líka um helgar og hátíðisdaga) og er honum ekið til notenda frá eldhúsi HSN. Greitt er samkvæmt gjaldskrá HSN. Máltíðin kostar nú 1.440-.
Allar óskir um breytingar og tilkynningar um fjarveru þurfa að berast til félagsþjónustu Fanney Hreinsdóttir - fanney@nordurthing.is (fyrir kl. 10:00 ef breytingin á að verða samdægurs).
Sótt er um heimsendan mat á til Félagsþjónustu Norðurþings
Uppfært 1. ágúst 2024