Af sjómannadegi á Bakkafirði
02.08.2009
Tónleikar
Björgunarsveitin Örn á Bakkafirði hélt uppi skemmtun á sjómannadaginn þar sem allir fóru í leiki og kepptu um hver yrði fljótari að fara þrautabraut, þar sem þurfti að fara í pokahlaup, negla nag
Björgunarsveitin Örn á Bakkafirði hélt uppi skemmtun á sjómannadaginn þar sem allir fóru í leiki og kepptu um hver yrði fljótari að fara þrautabraut, þar sem þurfti að fara í pokahlaup, negla nagla, hlaupa í dekkjum og hlaupa eftir plönkum sem lágu á jörðinni. Síðan var farið í reiptog þar sem skipt var jafnt í lið og síðan var keppt við Ólaf B. Sveinsson einan og allir krakkarnir á hinum endanum. Farið var í fótbolta þar sem allir fengu að vera
með sjá mynd af liðunum í markinu. Loks var grillveisla, mikil og góð mæting var á hana en það var full kalt til að borða úti en sumir létu það ekki á sig fá.
Einnig var farið í siglingu og veiði á sjómannadag, góð mæting var og þau sem mættu höfðu gaman af, ungir jafnt og fullorðnir.
Myndir og frétt: Áki

með sjá mynd af liðunum í markinu. Loks var grillveisla, mikil og góð mæting var á hana en það var full kalt til að borða úti en sumir létu það ekki á sig fá.
Einnig var farið í siglingu og veiði á sjómannadag, góð mæting var og þau sem mættu höfðu gaman af, ungir jafnt og fullorðnir.
Myndir og frétt: Áki