Selárdalslaug skemmd í nótt
5. október 2007
Skemmdir voru unnar á sundlauginni í Selárdal í Vopnafirði í nótt, rúður brotnar og rusli dreift vítt og breytt.
Loka þurfti lauginni af þessum sökum og skólabörn á svæðinu urðu því af skólasundi dagsins. Laugin er staðsett í Selárdál, rúmum 10 kílómetrum frá þorpinu á Vopnafirði, og segir Þorsteinn Steinsson, sveitarstjóri, ljóst að ekki sé um strákapör einhverra krakka að ræða - skemmdarvargarnir hafi komið akandi. Þetta er ekkí fyrsta skipti sem loka hefur þurft lauginni eftir að næturgestir hafa skilið illa við. Engin gæsla er við laugina og hver sem er getur því baðað sig í henni um nætur, en nú skoða bæjaryfirvöld á Vopnafirði hvort loka þurfi laugina af eða taka upp gæslu til að koma í veg fyrir að svona atburðir endurtaki sig.