Tælenskur trillukarl á Bakkafirði
14.10.2007
Tónleikar
37 ára gamall Tælendingur er orðinn trillusjómaður á Bakkafirði, er í grásleppunni á vorin en hefur verið á línu og handfærum í haust, og segist hafa fínar tekjur. Við sögðum á dögunum frá Pólve
37 ára gamall Tælendingur er orðinn trillusjómaður á Bakkafirði, er í grásleppunni á vorin en hefur verið á línu og handfærum í haust, og segist hafa fínar tekjur.
Við sögðum á dögunum frá Pólverja sem orðinn er sauðfjárbóndi við Bakkaflóa. Í höfninni á Bakkafirði sjáum við annað dæmi um þá samfélagsbreytingu sem er að verða með vaxandi fjölda nýbúa hérlendis. Um borð í línu- og handfærabátnum Digranesi er sjómaður sem flutti til landsins frá Tælandi fyrir átta árum, Pradit Khochai.
Útgerðarmaðurinn, Marinó Jónsson, er ánægður með þennan háseta sinn, og segir hann fyrsta flokks vinnukraft.
Horfa á myndskeið með frétt
visir.is