10 - 12 ný störf a Raufarhöfn
6. febrúar 2008
Fyrirtækið Álfasteinn á Borgarfirði eystra hyggst ráðast í mikla uppbyggingu á Raufarhöfn. Reiknað er með að 10-12 störf skapist á staðnum næsta sumar og að þau verði um 20 sumarið 2009
Fyrirtækið Álfasteinn hefur um árabil sérhæft sig í framleiðslu á vörum úr steini. Til Raufarhafnar verða fluttar vélar sem áður voru í Flatey í Hornafirði og nýtast til sögunar og vinnslu á stórgrýti. Sá búnaður verður aukinn og endurbættur og ráðist verður í frekari vöruþróun hjá Álfasteini á Raufarhöfn, meðal annars þróaðir nýir hlutir í byggingasteini og fleiru. Einnig kemur Álfasteinn inn í Heimskautagerðis-verkefnið sem unnið hefur verið að á Raufarhöfn um nokkurt skreið þar sem reisa á mikið grjótvirki í anda hins breska Stonehange". Það verkefni krefst tækjabúnaðar sem Álfasteinn ræður yfir.
Frétt af Ruv