Fara í efni

14. nóvember 2007

Tónlist fyrir alla í Þórshafnarkirkju   Við leikskólafólkið gerðumst boðflennur og sóttum tónleika í Þórshafnarkirkju sem reyndar voru einungis ætlaðir grunnskólanemendum. Engu að síður

Tónlist fyrir alla í Þórshafnarkirkju

 

Við leikskólafólkið gerðumst boðflennur og sóttum tónleika í Þórshafnarkirkju sem reyndar voru einungis ætlaðir grunnskólanemendum. Engu að síður skemmtum við okkur mjög vel og fannst okkur tónleikarnir ekki síður hæfa okkur en eldri nemendum.

 

Hlutverk Tónlistar fyrir alla er að kynna nemendum ólíkar tegundir tónlistar í lifandi flutningi listamanna með það að markmiði að efla þekkingu þeirra og skilning á tónlist.

 

Að þessu sinni voru það Gunnlaugur Briem, Sigurður Flosason, Eyþór Gunnarsson og Tómas R. Einarsson sem spiluðu við góðar undirtektir barnanna allt frá jazzi til suður amerískar tónlistar.



9.nóvember, 2007.  Bókadagur

Í dag var bókadagur hjá okkur. Allir máttu taka með sér eina bók á leikskólann og svo skoðuðum við þær saman og lásum nokkrar upphátt fyrir alla.
Við fengum svo bollur og heitt kakó í morgunmat og það var sko gott á köldum vetrarmorgni.