Fara í efni

16. nóvember

Dagur íslenskrar tunguÍ tilefni af degi íslenskrar tungu komu deildirnar saman á sal.  Þar kom hver hópur upp og las ljóð eða sögur upp fyrir hin. Að lokum sungum við saman áður en farið var út í

Dagur íslenskrar tungu

Í tilefni af degi íslenskrar tungu komu deildirnar saman á sal.  Þar kom hver hópur upp og las ljóð eða sögur upp fyrir hin. Að lokum sungum við saman áður en farið var út í góða veðrið.


 Hér eru Gleðistjörnurnar að fara með stökuna
Að lesa og skrifa list er góð 


Kærleiksstjörnurnar hennar Siggu nokkuð feimnar en stóðu sig eins og hetjur og fóru líka með stökuna Að lesa og skrifa


 Vingjarnlegu stjörnurnar voru heldur fámennar en létu það ekki aftra sér og sögðu krökkunum sögu um Sippsippanippsippsúrumsipp og Skratskratararatskratskúrumskrat og fannst það ekki leiðinlegt :-)


Tveir elstu árgangarnir á Seli sungu Góðan dag góða jörð fyrir okkur hin með miklum tilþrifum.


Þessu litlu kríli skemmtu sér vel en skildu ekkert í því af hverju þau ættu að sitja kyrr. Þau nenntu því sko alls ekki!! :-)