2000 kinda fjárbú í undirbúningi
25.11.2007
Fundur
Stór áform eru uppi varðandi eflingu sauðfjárbúskapar í Langanesbyggð. Á atvinnuráðstefnu sem haldin var þar í gær, var kynnt hugmynd að byggingu 2.000 kinda fjárbús, sem yrði eitt allra stærsta sauðf
Stór áform eru uppi varðandi eflingu sauðfjárbúskapar í Langanesbyggð. Á atvinnuráðstefnu sem haldin var þar í gær, var kynnt hugmynd að byggingu 2.000 kinda fjárbús, sem yrði eitt allra stærsta sauðfjárbú landsins.
Björn Ingimarsson, sveitarstjóri Langanesbyggðar, segir tilganginn að snúa við þá þróun sem hefur verið í Langanesbyggð. Svæðið sé nánast að fara í auðn og með búin verði hægt að nýta á ný gjöfult ræktunarland.
Björn segir að fjárfestum verði kynnt verkefnið í næsta mánuði. Mikilvægt sé að fá góðan bústjóra. Þá hefjist framkvæmdir í byrjun næsta árs.
Frétt á Ruv