Fara í efni

36% meiri afla landað í Langanesbyggð

Fundur
Alls var ríflega 64 þúsund tonnum af fiski og fiskafurðum landað í Langaneshöfnum á síðasta ári, sem er nærri 17 þúsund tonnum meira en árið 2010 eða 36% aukning. Þetta kemur fram í yfirliti Fiskistof

Þórshafnarhöfn. Smekkfull. Ójá.

Alls var ríflega 64 þúsund tonnum af fiski og fiskafurðum landað í Langaneshöfnum á síðasta ári, sem er nærri 17 þúsund tonnum meira en árið 2010 eða 36% aukning. Þetta kemur fram í yfirliti Fiskistofu yfir landaðan afla á Þórshöfn og á Bakkafirði.

Á síðasta ári var ríflega 63 þúsund tonnum af fiski og fiskafurðum landað á Þórshöfn, eða nærri 17 þúsund tonnum meira en árið 2010 sem er 36% aukning. Munar þar mestu um aukinn loðnuafla en alls var landað nærri 33 þúsund tonnum af loðu á Þórshöfn á síðasta ári, borið saman við aðeins tæplega 4 þúsund tonn árið 2010. Landanir á öðrum uppsjávartegundum dróst aftur á móti nokkuð saman, landanir á makríl og makrílafurðum um 44% og síld og síldarafurðum um 25%. Alls var landað tæpum 774 tonnum af þorski í Þórshafnarhöfn í fyrra sem er 10% aukning frá fyrra ári. Yfirlit yfir landaðan afla á Þórshöfn árið 2011 má skoða hér.

Alls voru hífð upp um 730 tonn af fiski í Bakkafjarðarhöfn á nýliðnu ári sem er 10% meiri afli en árið 2010. Þar af voru um 398 tonn af þorski sem er 37% aukning frá fyrra ári. Yfirlit yfir landaðan afla á Bakkafirði ári 2011 má skoða hér.