Fara í efni

4. febrúar 2008

Þann 6. febrúar 1950 stofnuðu frumkvöðlar leikskólakennara sín fyrstu samtök og af því tilefni var ákveðið að gera þann dag að sérstökum degi leikskólans. Markmiðið með deginum er m.a að gera þegna þj

Þann 6. febrúar 1950 stofnuðu frumkvöðlar leikskólakennara sín fyrstu samtök og af því tilefni var ákveðið að gera þann dag að sérstökum degi leikskólans. Markmiðið með deginum er m.a að gera þegna þjóðfélagsins betur meðvitaða um þýðingu leikskólakennslu fyrir börn og skapa jákvæða ímynd leikskólans. Með því móti beinist athygli þjóðarinnar að stöðu leikskólans, gildi hans fyrir þjóðarauð og alla menningu. Að þessu sinni ber daginn upp á öskudag og er mikið um að vera hjá okkur þann dag. Við munum senda börnin heim með bækling sem Menntamálaráðuneytið gefur út en framvegis er svo ætlunin að gera deginum hátt undir höfði með ýmsu móti og væri gaman að fá hugmyndir úr foreldrahópnum þar um.