4. og 5. bekkur heimsækja lögreglustöðina!
13.12.2007
Fundur
Í gær fórum við í 4. og 5. bekk í göngutúr um bæinn. Við fórum á lögreglustöðina og fengum endurskinsmerki. Jón var svo góður við okkur að leyfa okkur líka að skoða lögreglus
Í gær fórum við í 4. og 5. bekk í göngutúr um bæinn. Við fórum á lögreglustöðina og fengum endurskinsmerki. Jón var svo góður við okkur að leyfa okkur líka að skoða lögreglustöðina. Við fengum að kíkja í klefana og boxa með alvöru boxhanska í boxpúða en það vakti sérstaka athygli og ánægju strákanna! Eftir áramót fáum við svo að skoða lögreglubílinn líka. Þá fer einn kennari með 3 nemendur í einu svo allir fá að sitja í bílnum og skoða öll tæki og tól. Við bíðum spennt eftir því og erum ákveðin að biðja Jón að setja bláu ljósin á fyrir okkur!
Myndir