Fara í efni

7,5 prósent fækkun í Langanesbyggð

Fundur
22. desember 2007Samkvæmt fréttum á stöð 2 þá hefur fólki fækkað í Langanesbyggð á þessu ári um rúm 7%Fréttin.Mesta fólksfjölgun á landinu á árinu varð í Reykjanesbæ, eða 11 prósent, samkvæmt tölum Ha

22. desember 2007
Samkvæmt fréttum á stöð 2 þá hefur fólki fækkað í Langanesbyggð á þessu ári um rúm 7%

Fréttin.
Mesta fólksfjölgun á landinu á árinu varð í Reykjanesbæ, eða 11 prósent, samkvæmt tölum Hagstofunnar.

Þrjú önnur sveitarfélög náði yfir tíu prósenta íbúafjölgun en þau eru Hvalfjarðarsveit, Vogar á Vatnsleysuströnd og Skagabyggð en þar er Skagaströnd. Umtalsverð fólksfjölgun varð einnig í Mosfellsbæ og á Akranesi.

Mesta fólksfækkun varð í Fljótsdalshreppi, eða 30 prósent sem skýrist af brotthvarfi erlendra verkamanna við lok stórframkvæmda. Fljótsdalshérað og Fjarðabyggð máttu þola um tíu prósenta fólksfækkun af sömu ástæðum.

Utan áhrifasvæða stórframkvæmda vekur athygli 11 prósenta fólksfækkun í Breiðdalshreppi og 7,5 prósenta fækkun í Langanesbyggð en þar eru Þórshöfn og Bakkafjörður. Þá fækkaði fólki um tæp sjö prósent í Súðavíkurhreppi og um fjögur prósent í Stykkishólmi.