Fara í efni

Á fundi hreppsnefndar Langanesbyggðar

Fundur
Hreppsnefndarfundur 29 jan. 2009Framkvæmdaáætlun 2009Fjárhagsáætlun 2009                     &n

Hreppsnefndarfundur 29 jan. 2009Framkvæmdaáætlun 2009
Fjárhagsáætlun 2009                         Greinargerð með áætlun

Fimmtudaginn 29. janúar 2009, var eftirfarandi bókun samþykkt samhljóða m.a.:

2.  Hvalveiðar við Ísland

.
.

Hreppnefnd Langanesbyggðar fagnar þeirri ákvörðun starfandi sjávarútvegsráðherra að heimila veiðar á langreyði
og hrefnu til ársins 2013.  Nú er markaðir hafa opnast erlendis fyrir hvalkjöt og hvalastofnar eru öflugir við strendur
Íslands er mikilvægt að þessi auðlind okkar verði nýtt til eflingar á þjóðarhag.  Þetta er ekki síst mikilvægt í ljósi þeirra
efnahagsörðugleika sem að landinu steðja með vaxandi atvinnuleysi og samdrætti í þjóðartekjum. 
Hvalurinn er hluti af fæðukeðju sjávar í kringum Ísland og stórir hvalastofnar hafa og munu sannanlega hafa áhrif á
fiskistofna við strendur landsins og þar af leiðandi hve mikið magn Íslendingar geta veitt úr nýtanlegum fiskistofnum. 
Samkvæmt mati Hafrannsóknarstofnunar þá er fæðuþörf helstu 12 hvalategunda við Ísland um 6 millj. tonna á ári.
Það hefur ekki verið rannsakað til hlítar hve mikið t.d. Hnúfubakur étur af loðnu en það er mat vísindamanna að það
sé yfir 800 þúsund tonnum á ári.

Hreppsnefnd Langanesbyggðar hvetur ráðamenn þjóðarinnar til að virða þessa ákvörðun núverandi
sjávarútvegsráðherra og fylgja henni eftir.

Framangreindu er hér með komið á framfæri.

Með bestu Þorrakveðjum
Björn Ingimarsson
sveitarstjóri
Langanesbyggð
S: 468 1220, 895 1448