Aðalfundur Ferðafélagsins Norðurslóðar
06.03.2016
Fréttir
Aðalfundur Ferðafélagsins Norðurslóðar verður haldinn í Sillukaffi í Forystufjársetrinu á Svalbarði í Þistilfirði sunnudaginn 6. mars nk.
Aðalfundur Ferðafélagsins Norðurslóðar verður haldinn í Sillukaffi í Forystufjársetrinu á Svalbarði í Þistilfirði sunnudaginn 6. mars nk.
Fyrir fundinn verður gengin stutt ganga í nágrenni Svalbarðs.
Á dagskrá eru hefðbundin aðalfundarstörf, þ.e. ársskýrsla og reikningar, inntaka nýrra félaga, lagabreytingar, kosningar og önnur mál.
Ferðaáætlun 2016 verður kynnt og sýndar myndir úr ferðum síðasta árs.
Kaffi og með því í boði félagsins. Fundargestir fá góðan afslátt á sýninguna í Forystufjársetrinu ef áhugi er fyrir að skoða hana.
Mæting í göngu við Forystufjársetrið kl. 13:00, fundurinn hefst kl. 14:00.
Fundurinn er öllum opinn, allir eru hjartanlega velkomnir. Enginn lendir í stjórn ef hann vill það ekki.