Aðalfundur foreldrafélags Grunnskólans á Þórshöfn haldinn þriðjudaginn 28.okt. 2008.
1. Starfsmenn fundarinns; Björn Ingimarsson fundarstjóri og Sólveig Óladóttir ritari.
2. Skýrsla stjórnar: Sigrún Óskarsdóttir formaður flytur skýrslu.
Helstu verkefni fráfarandi stjórnar var ýmis konar fjáraflanir og félagið afhendi Grunnskólanum til eignar 4 ferðatæki, 2 straujárn og hleðslutæki fyrir digital myndavélar.
3. Reikningar félagsins lagðir fram, peningaleg staða félagsins er inneign kr. 71.875,- í dag.
4. Tillaga að nýjum lögum fyrir foreldrafélagið:
Mirjam gerði grein fyrir helstu breytingum, login borin upp til samþykktar og þau samþykkt samhljóða með fyrirvara um breytingu eða níðurfellingu 10. greinar.
5. Hugmynd að aðildargjaldi að foreldrafélaginu.
Tillaga; aðildargjald að foreldrafélaginu nemi kr. 1.000 á önn á hvert heimili. Gjaldið innheimtist í upphafu hverrar annar af skrifstofu sveitarfélagsins. Tillagan samþykkt samhljóða.
6. Stjórnarkjör; tillaga að stjórn og varastjórn.
Aðalstjórn: Kristinn Lárusson
Margrét Eyrún Níelsdóttir
Mirjam Blekkenhorst
Sigrún J. Óskarsdóttir
Sigurrós Jónasdóttir
Varastjórn: Hrafnhildur Þorleifsdóttir
Sölvi Steinn Alfreðsson
Þorgrímur Kjartansson
7. Kosning fulltrúa í Skólaráð;
Dagbjört Aradóttir varð fyrir valinu.
8. Önnur mál:
Umræður um búðarferðir elstu nemenda, opnunartími skólans bar á góma. Mirjam skýrði frá inngöngu félagsins í Heimili og Skóla og mögulegum námskeiðum á vegum þess félags. Útivistarlögin komu til umræðu og tók stjórnin að sér að ræða málið við lögreglu.
Fundargerð samþykkt, Sólveig Óladóttir, ritari.