Aðalfundur fræðafélags um forystufé og bókin Forystufé
AÐALFUNDUR FRÆÐAFÉLAGS UM FORYSTUFÉ
verður haldinn í Fræðasetri um forystufé á Svalbarði fimmtudagskvöldið 28.apríl kl.20:00.
Venjuleg aðalfundarstörf auk rabbs um hvað framundan er.
Allir velkomnir, sérstaklega nýir félagar.
Stjórnin
Fyrir um 60 árum kom út bókin FORYSTUFÉ þar sem Ásgeir Jónsson frá Gottorp safnaði saman sögum af forystufé. Þessi bók hefur verið ófáanleg í áratugi nema fyrir mikinn pening á fornbókasölum og víða er bókin upplesin þar sem hún er til.
Nú er bókaforlag á Selfossi að endurprenta bókina og bæta við hana og stefnir að því að gefa hana út seinni partinn í sumar. Okkur gefst kostur á að gerast áskrifendur að bókinni og fá hana ódýrari en hún verður á almennum markaði. Við getum fengið hana á 5.000 kr senda heim í póstkassa og gíróseðil með. Líklega verður hún 1.000-1.500 dýrari í almennri sölu í bókabúðum.
Ég hef tekið að mér að safna saman áskrifendum hér á svæðinu og vil ég biðja þá sem vilja kaupa bókina að hafa samband við mig annaðhvort með því að senda mér skilaboð í forystusetur@forystusetur.is eða í síma 694-8493 Koma þarf fram nafn, heimilsifang og kennitala.
Þeir sem gerast áskrifendur fá nafn sitt ritað í bókina og ef rita á annað nafn en verður á gíróseðlinum þarf að geta þess.
Bestu kveðjur, Daníel Hansen, Svalbarðsskóla