Fara í efni

Aðalfundur Ungmennafélags Langnesinga

Fréttir

Aðalfundur Ungmennafélags Langnesinga var haldinn mánudaginn 21. janúar. Afkoma félagsins er góð og mikill kraftur í starfseminni eins og sjá má af ársreikningi félagsins hér að neðan. Við stjórnarkjör gengu tveir stjórnarmenn úr stjórn og ný stjórn skipuð til eins árs. Stjórnina skipa eftirtaldir:

Valgerður Sæmundsdóttir formaður
Þorsteinn Ægir Egilsson varaformaður
Úlfhildur Ída skal gjaldkeri
Gréta Bergrún Jóhannesdóttir ritari
Sigurbjörn Veigar Friðgeirsson meðstjórnandi
Lára Björk Sigurðardóttir varamaður 1
María Valgerður Jónsdóttir varamaður 2
Úr stjórn gengu Margrét Guðmundsdóttir og Jóhann Hafberg Jónasson og þakkar stjórn þeim fyrir sitt innlegg í félagið.

Á fundinum var kynnt nýtt stuðningslag UMFL - Ungmennafélag Langnesinga, en höfundur lagsins er Einar Sv. Tryggvason

Hér er tengill á lagið:
https://www.youtube.com/watch?v=TDPdaAWW4Vo