Aðalskipulag Langanesbyggðar hefur verið staðfest
02.08.2013
Fréttir
Þann 18 júlí sl staðfesti umhverfis- og auðlindaráðherra aðalskipulag Langanesbyggðar 2007-2027 og hefur það nú verið auglýst í B-stjórnartíðindum.
Þann 18 júlí sl staðfesti umhverfis- og auðlindaráðherra aðalskipulag Langanesbyggðar 2007-2027 og hefur það nú verið auglýst í B-stjórnartíðindum og öðlast þegar gildi. Jafnframt fellur þá úr gildi aðalskipulag Skeggjastaðahrepps 2004-2024 frá 23. mars 2006 og aðalskipulag Þórshafnarhrepps 2003-2023 frá 7. júlí 2004, ásamt áorðnum breytingum.
Auglýsinguna í B-stjórnartíðindum má sjá hér.
Aðalskipulagið má nálgast innan skamms á heimasíðu Langanesbyggðar undir skipulags og byggingarmál.