Fara í efni

Aðventa á Fjöllum & ferðalangar á Fjöllum - Safnahúsið Húsavík

Fundur
Sýningarlok mánudaginn 21. janúarÍ tilefni af lokadegi munu sýningarhöfundar Sigurjón og Þóra Hrönn taka á móti gestum á sýningunni tvisvar um daginn. Sigurjón segir frá Gunnari Gunnarssyni og tilurð

Sýningarlok mánudaginn 21. janúar
Í tilefni af lokadegi munu sýningarhöfundar Sigurjón og Þóra Hrönn taka á móti gestum á sýningunni tvisvar um daginn. Sigurjón segir frá Gunnari Gunnarssyni og tilurð sögunnar Aðventa. Einnig fjallar hann um ljósmyndun þeirra hjóna, og vinnslu sýninganna. Eftir erindin verður boðið upp á kaffisopa og sýningarhöfundar spjalla við gesti.
Fyrra erindið er sérstaklega ætlað eldri borgurum og hefst klukkan 14:00. Seinna erindið er klukkan 20:00.
Á sýningunum eru vetrarmyndir teknar á söguslóðum Aðventu, skáldsögu Gunnars Gunnarssonar. Einnig myndir af þeim nöfnum sem timburþilið í Sæluhúsinu við Jökulsá geymir sem gestabók ferðalanga síðustu 120 árin.

Allir velkomnir og enginn aðgangseyrir

Sýningarnar eru í listasal á þriðju hæð Safnahússins á Húsavík. Sýningar eru opnar alla virka daga 10-16.
Nánari upplýsingar á www.husmus.is og á facebook síðu Safnahússins.

Um sýningarnar
Aðventa á Fjöllum
Ljósmyndir Sigurjóns Péturssonar sækja innblástur sinn í bók Gunnars Gunnarssonar Aðventu um ævintýri Fjalla-Bensa.
Myndirnar á sýningunni eru afrakstur vetrarferða um sögusvið Aðventu á Mývatnsöræfum.
 Ljósmyndir Sigurjóns hafa allar tilvísun í hina ódauðlegu skáldsögu Gunnars Gunnarssonar, Aðventu. Hverri mynd fylgir því tilvitnun úr Aðventu. Skáldsagan er þannig til hliðsjónar og innblásturs.

Ferðalangar á Fjöllum
Ljósmyndir Þóru Hrannar Njálsdóttur.
Þóra Hrönn hefur myndað um 700 áritanir ferðamanna á timburþili í sæluhúsinu við Jökulsá á Fjöllum. Um er að ræða áhugaverða og óvenjulega heimild um gestakomur í húsið og mannlíf tengt því. Sýningin Ferðalangar á Fjöllum veitir skemmtilega innsýn í þá sögu.