Fara í efni

Aðventukvöld í Langanesbyggð

Fundur
Föstudagskvöldið 30. nóvember kl. 20.00 verður haldið rithöfundakvöld á Eyrinni á Þórshöfn.Eftirtaldir rithöfundar munu koma í heimsókn og lesa úr verkum sínum:  Jón Kalmann Stefánsson: skál

Föstudagskvöldið 30. nóvember kl. 20.00 verður haldið rithöfundakvöld á Eyrinni á Þórshöfn.
Eftirtaldir rithöfundar munu koma í heimsókn og lesa úr verkum sínum:

 
 Jón Kalmann Stefánsson: skáldsagan Himnaríki og helvíti, (Bjartur)   - Strákurinn og Bárður róa um nótt á sexæringi út á víðáttur Djúpsins að leggja lóðir. Þótt peysurnar séu vel þæfðar smýgur heimskautavindur auðveldlega í gegn. Það er stutt á milli lífs og dauða, eiginlega bara ein flík, einn stakkur...
 Kristín Svava Tómasdóttir: ljóðabókin Blótgælur, (Bjartur)   - Blótgælur er fyrsta ljóðabók Kristínar Svövu Tómasdóttur (f. 1985). Bókin hefur vakið sterk viðbrögð, bæði hjá leikum og lærðum, og m.a. verið kölluð besta frumraun í langan tíma. Bókin "bæði bítur og slær."
 Pétur Blöndal: viðtalsbókin Sköpunarsögur, (Mál og menning)   - Hugmynd kviknar og verður að skáldverki bók, kvikmynd eða leikriti en hvernig gerist það? Hvernig skyldu sögurnar og ljóðin verða til?
 Vigdís Grímsdóttir: endurminningabókin Sagan um Bíbí Ólafsdóttur (JPV útgáfa)   - Örlagasaga sterkrar alþýðukonu sem bugast aldrei hvernig sem á móti blæs, konu sem gerir hið ómögulega mögulegt.
 Þráinn Bertelsson:  glæpasagan Englar dauðans, (JPV útgáfa)   - Þrír grímu-klæddir menn kveikja í amfetamínverksmiðju í Eistlandi og skilja eftir sig blóði drifna slóð...

Auk þess mun rithöfundur úr Langanesbyggð lesa úr nýútgefinni bók sinni og einnig verður boðið uppá tónlistaratriði flutt af heimamönnum.
Aðgangseyrir er kr. 500,-
Kaffi og tilheyrandi veitingar verða til sölu.
Forráðmenn verða að mæta með börnum og unglingum undir 18 ára.   Sýnum gestum okkar virðingu með því að fjölmenna og sýna góða skapið.

Fræðslu- og menningarnefnd Langanesbyggðar
Heimsókn rithöfundanna er styrkt af Menningarráði Eyþings og Félagsheimilasjóði