Fara í efni

Aðventuljós í Þingeyjarsýslum

Fundur
 Dagskrá að Sauðanesi föstudaginn 5. desember kl. 17:00. Dagskrá í Sauðaneskirkju:Erindi um Drauma Jóa  Dr. Björg Bjarnadóttir fjallar m.a. um lífshlaup Drauma Jóa og segir frá draumgáf

 Dagskrá að Sauðanesi föstudaginn 5. desember kl. 17:00.

 Dagskrá í Sauðaneskirkju:

Erindi um Drauma Jóa  

Dr. Björg Bjarnadóttir fjallar m.a. um lífshlaup Drauma Jóa og segir frá draumgáfum hans, sem byrjuðu að koma fram þegar hann dvaldi í Sauðanesi sem barn og unglingur.

Erindi um Skála á Langanesi

Sif Jóhannesdóttir, markaðs- og ferðamálafulltrúi gerir grein fyrir vinnuferli og afrakstri ferðaþjónustuverkefnis sem unnið hefur verið að á vegum Langanesbyggðar sem miðar að því m.a. að setja upp merkingar við minjarnar á Skálum auk þess að skrá niður heimildir um mannlífið þar.

Ljóðalestur

Páll Jónasson frá Hlíð les valin ljóð úr bók sinni.

 

Kórsöngur

Barnakór úr 1. og 2. bekk Grunnskóla Þórshafnar syngur jólalög

 

Dagskrá í Sauðaneshúsi:

Jólaglögg, piparkökur o.fl.

Að aflokinni dagskrá í Sauðaneskirkju verður boðið upp á Aðventuveitingar í  Sauðaneshúsi auk þess sem þar verður til sýnis efni og myndir er tengjast fluttum erindum.  Flytjendur verða til staðar til skrafs og ráðagerða auk þess sem tækifæri gefst til að skoða hefðbundna sýningu Sauðaneshúss.

 Dagskráin verður í boði Sauðanesnefndar

en styrkt af Menningarráði Eyþings og Rarik