AFHJÚPUN MINNISMERKIS UM VALDA VATNSBERA!
16. júlí 2008
Vatnsveita Þórshafnar tók til starfa haustið 1945og ári seinna var búið að tengja flest hús í kauptúninu við veitukerfið.
Þar með hófst upphafið af endalokum á starfi síðasta vatnsberans á Íslandi, en Guðvaldur Jón Sigfússon, ýmist kallaður Valdi Fúsa eða Valdi vatnsberi, var vatnsberi staðarins og sótti vatn í brunn hreppsins, sem var mikil steinþró, hvaðan vatni var dælt með sogdælu og bar Valdi það síðan syngjandi í hvert hús.
Föstudaginn 18. júlí kl. 16:30 verður afhjúpað minnismerki um Valda í skrúðgarðinum á Þórshöfn og mun listamaðurinn (Nói) flytja stutta tölu af því tilefni þar sem hann mun m.a. greina frá lífshlaupi síðasta vatnsberans á Íslandi.
Gerð minnismerkisins er kostuð af Langanesbyggð auk þess að vera styrkt af Menningarráði Eyþings.