Afmælishátíð !
15. jan 2009
10 ára afmælishátíð
íþróttamiðstöðvarinnar Vers á Þórshöfn.
Nú í janúar eru liðin 10 ár frá því að íþróttamiðstöðin var vígð með pompi og pragt. Af því tilefni verður haldin afmælishátíð á laugardaginn, þann 17. janúar.
Opið verður eins og vant er frá kl. 11:00 - 14:00 og þá strax er börnum í 1. - 5. bekk boðið að taka þátt í sundleik. Frítt er í húsið og hollustusnakk fyrir og í hádeginu, í boði Samkaupa-Strax.
Fótboltaæfing stelpna í 7.-10. bekk verður frá kl 12:00 til 13:50 og sundkeppni krakka í 3. 6. bekk verður kl. 13:00.
Kl. 14:00 syngur barnakór Steinu fyrir gesti og glíma verður kynnt. Kannski geta einhverjir fengið að prófa að taka eina bröndótta.
Þá verður afhent ný viðurkenning, en það er efnilegasti íþróttamaðurinn á þjónustusvæði íþróttamiðstövarinnar.
Frá kl. 14:00 verða á boðstólum heitt kakó og kleinur í boði Langanesbyggðar.
Allir eru velkomnir og fólk er hvatt til að líta inn í íþróttamiðstöðina og gleðjast saman í glæsilegu íþróttamannvirki.
Með kveðju úr íþróttamiðstöðinni!
Halldóra Gunnarsdóttir
Æskulýðs- og menningarfulltrúi Langanesbyggðar