Fara í efni

Áheitasöfnun

Fréttir
Stefanía Margrét Reimarsdóttir ætla að hjóla frá Bakkafirði til Þórshafnar (44. km) mánudaginn 7. júlí. Til styrktar Hetjunum, félagi langveikra barna á Norðurlandi.

 Stefanía Margrét Reimarsdóttir ætla að hjóla frá Bakkafirði til Þórshafnar (44. km) mánudaginn 7. júlí. Til styrktar Hetjunum, félagi langveikra barna á Norðurlandi.                                            

Hetjurnar, félag aðstandenda langveikra barna á Norðurlandi, er aðildarfélag Umhyggju sem er regnhlífarsamtök fyrir foreldrafélög langveikra barna á Íslandi. 

Tilgangur félagsins er fjórþættur:
Að gæta hagsmuna langveikra barna og aðstandenda þeirra
Að miðla upplýsingum um hina ýmsu sjúkdóma
Að gefa foreldrum vettvang til að hittast og ræða það sem á þeim brennur varðandi börnin og vandamál þeirra
Að gefa þessum fjölskyldum tækifæri til að hittast og eiga góðar stundir saman.  

Þeir sem vilja heita á Stefaníu geta haft samband við hana eða foreldra hennar í síma 4731696 eða lagt beint inná reikning hennar 0565-26-2770
kt: 130500-2770