Áhrif vatnsþrýstiplógs og storms á lífríki botns
Bornar voru saman lífverur (tegundir og fjöldi) í plógförum strax eftir plægingu og á nærliggjandi órsökuðum svæðum. Plógförin og óröskuð svæði voru síðan könnað aftur 3, 12, og 24 mánuðum seinna.
Af þeim skeljum sem eftir voru í plógfarinu voru að meðaltali 21% brotnar, en þessar skeljar voru mun minni en þær sem veiddust. Plógfarið hvarf skömmu eftir plægingu og áhrif veiðanna á botndýrasamfélögin voru skammvinn þar sem flestar tegundir höfðu náð fyrra ástandi fáum mánuðum seinna.
Stærri lífverur eins og kúfskelin hafa hins vegar ekki komið aftur í sama mæli og þær voru fyrir, þó að nýliðun þeirra virðist mun meiri í plógfarinu en utan þess.
Kúfskel finnst aðallega niðurgrafin í mjúkum botni. Í stormi í apríl 2006 losnuðu kúfskeljar úr setinu og bárust í stórum stíl upp á harðan botn nálægt landi. Á hörðum botni geta skeljarnar ekki grafið sig niður og urðu því auðveld bráð ýmissa afræningja.
Í apríl 2007 voru engar lifandi kúfskeljar á harða botninum en aðeins skeljabrot sjáanleg.
Flutningur erindisins hefst klukkan 12,30 í fundarsal á 1. hæð að Skúlagötu 4 og eru allir velkomnir.
Fengið af www.skip.is