Áhugaverðar hugmyndir á Fyrirtækjaþingi í Langanesbyggð
20.03.2025
Fréttir
Þann 11. mars var haldið fyrirtækjaþing í Langanesbyggð. Fjölbreyttur hópur fólks úr atvinnulífinu á svæðinu mætti en 22 aðilar frá 15 fyrirtækjum og stofnunum tók þátt. Rætt var um helstu kosti og áskoranir sem fylgja rekstri fyrirtækja í Langanesbyggð ásamt umræðum um framtíðar tækifæri.
Umræðuefni sem brunnu helst á fyrirtækjarekendum voru meðal annars raforkuöryggi, húsnæðisskortur og mannauðsmál. Framtíðin er þó björt og atvinnurekendur sjá tækifæri til aukinna umsvifa ef rétt er haldið á spilunum.
Að þinginu stóð SSNE og Langanesbyggð/Kistan og verða niðurstöður nýttar í undirbúningi atvinnustefnu Langanesbyggðar.