Fara í efni

Áhugi fyrir Kátum dögum

Fundur
Kátir dagar í Langanesbyggð og nágrenni stefna í að verða spriklandi kátir dagana 14. 19. júlí í sumar. Það er ánægjulegt hvernig fólk, félög og fyrirtæki eru að taka við sér og tilkynna þátttökKátir dagar í Langanesbyggð og nágrenni stefna í að verða spriklandi kátir dagana 14. 19. júlí í sumar. Það er ánægjulegt hvernig fólk, félög og fyrirtæki eru að taka við sér og tilkynna þátttöku. Frá veitingastaðnum Eyrinni berast þær fréttir að búið sé að ráða gleðigjafana í hljómsveitinni Dísel til að leika þar fyrir dansi eitt föstudagskvöld á Kátum dögum.
Félag eldri borgara við Þistilfjörð hefur látið vita af vöfflusölu í Glaðheimum og handverk eftir þau verður líka til sölu.
Þórarinn Blöndal myndlistarmaður hafði samband og ætlar ásamt fleirum að opna myndlistarsýningu í yfirgefnu húsi.
Listmálari, handverkskona og bókaútgefandi hefur beðið um að fá að vera með sölumarkað á Kátum dögum. Nokkur fyrirtæki ætla að vera með opið hús, kynna starfsemi sína og selja framleiðsluvörur. Og margt fleira mætti nefna.
Þeir sem hafa áhuga á að standa fyrir viðburði eða einhverju skemmtilegu á Kátum dögum ættu að hafa samband í síma 468-1220.