Allir hinir mega það
Næstkomandi fimmtudag kemur Magnús Stefánsson frá Marita og verður með fundi í Grunnskólanum á Þórshöfn með nemendum í 7.-10.bekk í Langanesbyggð. Magnús kemur á vegum Vímuvarnarráðs, Langanesbyggðar og Saltkaupa.
Magnús sýnir heimildarmynd um sögu Páls Óskars til 13 ára aldurs. Páll þurfti að þola aðfinnslur og jafnvel ljóta framkomu af samnemendum sínum um 7 ára skeið. Með aðstoð foreldra sinna náði hann að vinna sig í gegnum þetta erfiða tímabil og tók mjög ákveðna afstöðu sem barn að nota ekki vímugjafa.
Að lokinni mynd verða umræður um myndina og ræðir Magnús einnig atriði eins og breytingar á unglingsárum, tilfinningar, samskipti við foreldra, tölvur, netnotkun, tóbak og fl.
Fræðslan fer fram á skólatíma fyrir nemendur en um kvöldið verður fundur með foreldrum. Atriði til umræðu þar eru m.a: Tölvunotkun, ofbeldi í tölvuleikjum, sjónvarpsþættir, auglýsingar, aukin klámvæðing, Facebook og o.fl
Niðurstöður lífsháttarkönnunar
Eins og kynnt var fyrr í vetur þá var
lífsháttarkönnun lögð fyrir nemendur í 8.-10.bekk í Langanesbyggð ásamt nemendum í
framhaldsskóladeildinni.
Það var María Björk Ingvadóttir sem vann könnunina og kemur hún einnig á fimmtudaginn og mun kynna niðurstöður hennar fyrir foreldrum á þessum sama fundi.
Fundur með foreldum/forráðamönnum verður í matsalnum í íþróttahúsinu, fimmtudaginn 3.apríl og byrjar kl.20.00
Vonumst til að sjá sem flesta!