Fara í efni

Allt er þegar þrennt er !

22.febrúar 2008Litlu byggðarlögin umhverfis landið hafa undanfarið fengið að kenna á niðurskurðarhníf sjávarútvegsráðherra er hann fyrst skar niður þorskkvótann og svo nú að hann stöðvaði loðnuve

22.febrúar 2008

Litlu byggðarlögin umhverfis landið hafa undanfarið fengið að kenna á niðurskurðarhníf sjávarútvegsráðherra er hann fyrst skar niður þorskkvótann og svo nú að hann stöðvaði loðnuveiðarnar.    Þetta kemur litlum sveitarfélögum eins og Langanesbyggð þar sem atvinnan byggist nánast eingöngu á fiskveiðum og fiskverkun og þjónustu við útgerðir afar ílla og tekjutapið er talið í hundruðum milljóna.

Þriðja áfallið kom svo í dag er Flugfélag Íslands tilkynnti að þeir ætluðu að hætta flugi til Vopnafjarðar og Þórshafnar ásamt Grímsey.
og selja þann hluta flugrekstrarins sem sá um þessa þjónustu. Þar með er komin óvissa með flugið til okkar og ekki þar með sagt að nýr aðili taki flugið yfir í sömu mynd.

Já ég sannalega vona að Allt sé komið sem þrennt er  ! og jákvæðar fréttir af landsbyggðamálum verði það sem koma skal.

Vona bara að mótvægisaðgerðirnar verði öflugar...............

Baráttukveðjur
Víðir M Hermannsson