Fara í efni

Álver ógn við Langanesbyggð

Fundur
22 júlí 2008 Hugsanleg þensla og uppbygging við Húsavík er ógn við Langanesbyggð. Þetta er á meðal þess sem fram kemur í nýútkominni skýrslu Byggðastofnunar. Þensluáhrif þessara svæða eru talin h

álversvæðið við Bakka á Húsavík22 júlí 2008
 Hugsanleg þensla og uppbygging við Húsavík er ógn við Langanesbyggð. Þetta er á meðal þess sem fram kemur í nýútkominni skýrslu Byggðastofnunar. Þensluáhrif þessara svæða eru talin hafa neikvæð áhrif á jaðarsvæði. Björn Ingimarsson, sveitarstjóri Langanesbyggðar, er ósammála þessu og segist líta á uppbyggingu við Húsavík sem tækifæri.

Björn segir möguleika á samstarfsverkefnum sveitarfélaga í Þingeyjarsýslum til dæmis um uppbyggingu í heilbrigðisþjónustu og fræðslumálum.

Hann segir að vissulega geti einhver ógn við jaðarbyggðir falist í uppbyggingu sem þessari en mun frekar beri að líta á hana sem tækifæri.

(mynd: Fyrirhugað framkvæmdasvæði á Bakka)

 Ruv.is