Fara í efni

Andri Snær Magnason flytur erindi í Svalbarðsskóla.

Íþróttir
Andri Snær Magnason flytur erindi í Svalbarðsskóla.Næstkomandi sunnudag þann 27. Júlí flytur Andri Snær Magnason erindi sitt Framtíðarsýn draumalandsins í Svalbarðsskóla í Þistilfirði.Andri Snær Magn

Andri Snær Magnason flytur erindi í Svalbarðsskóla.
Næstkomandi sunnudag þann 27. Júlí flytur Andri Snær Magnason erindi sitt Framtíðarsýn draumalandsins í Svalbarðsskóla í Þistilfirði.
Andri Snær Magnason er fæddur árið 1973 og því réttum 100 árum yngri en Jón Trausti. Afi hans er fæddur á Oddstöðum á  Melrakkasléttu og endurbyggði eyðibýli fjölskyldunnar í kringum 1970 og dvaldi þar öll sumur til dauðadags.

Andri Snær Magnason hefur skrifað sögur leikrit og ljóð, hann hefur einnig tekið þátt i hugmyndavinnu og haldið  fyrirlestra fyrir stofnanir og fyrirtæki heima og erlendis. Draumalandið, sjálfshjálparbók handa hræddri þjóð ber titil tekinn frá  ljóði  Jóns Trausta. í bókinni veltir hann upp draumum og veruleika og hvernig löngun í stórar og auðveldar lausnir dregur athygli okkar frá  þeim krafti sem raunverulega heldur uppi samfélögum.
 Oddstaðir voru hlunnindajörð sem ekki stóðst samkeppni við síldina og því fór hún i eyði. hvaða hlunnindi hafa slík svæði í  dag til að verða byggileg?
 Andri Snær veltir upp möguleikum fyrir draumalandið, hlutverk þess og möguleikum, nýttum sem vannýttum.