Áramótabrennur, flugeldasala og flugeldasýning í Langanesbyggð
29.12.2021
Fréttir
Vegna hertra sóttvarnaraðgerða hefur eftirfarandi verið ákveðið:
- Áramótabrenna verður á Þórshöfn 31. desember við Hjallamel kl 16:30. Um verður að ræða "bílabrennu" þar sem fólk getur notið brennunar í eða við bílanna sína. Hópmyndanir eru óheimilar.
- Áramótabrennu á Bakkafirði verður aflýst.
- Flugeldasala verður í Hafliðabúð (opnunartími auglýstur í dreyfibréfi).
- Flugeldasýning verður á Þórshöfn 31. desember kl. 21:30 við bæinn Vegamót. Venjan er að íbúar fylgjast með sýningu frá hafnarsvæðinu. Íbúar hvattir til að fylgjast með sýningunni þar í eða við bílana sína. Hópamyndanir eru óheimilar.
Stjórn Björgunarsveitarinnar Hafliða óskar öllum gleðilegs árs og þakkar fyrir stuðninginn á árinu.