Fara í efni

Árleg inflúensubólusetning

Fréttir
Bólusett er á heilsugæslustöðinni á Þórshöfn alla virka daga eftir hádegi kl. 13:15-15:30

Bólusett er á heilsugæslustöðinni á Þórshöfn alla virka daga eftir hádegi kl. 13:15-15:30

Við bólusetninguna eru notuð þrígild bóluefni gegn inflúensu A og B sem hafa verið framleidd fyrir veturinn 2017-2018 samkvæmt ráðleggingum Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar. Þau innihalda eftirtalda stofna:

  • A/Michigan/45/2015 (H1N1)pdm09 - líkur stofn
  • (A/Singapore/GP 1908/2015, IVR-180)
  • -A/Hong Kong/4801/2014 (H3N2) - líkur stofn
  • (A/Hong Kong/4801/2014, NYMC X-263B)
  • -B/Brisbane/60/2008 - líkur stofn
  • (B/Brisbane/60/2008, óbreytt (wild type)).

Eftirtaldir áhættuhópar njóta forgangs:

  • Allir einstaklingar 60 ára og eldri.
  • Öll börn og fullorðnir sem þjást af langvinnum hjarta-, lungna-, nýrna- og lifrarsjúkdómum, sykursýki, illkynja sjúkdómum og öðrum ónæmisbælandi sjúkdómum.
  • Heilbrigðisstarfsmenn sem annast einstaklinga í áhættuhópum sem taldir eru upp hér að ofan.
  • Þungaðar konur.

Af gefnu tilefni er minnt á að einstaklinga má bólusetja jafnvel þó inflúensufaraldur sé hafinn því einungis tekur um 1-2 vikur að mynda verndandi mótefni eftir bólusetningu.

Vinsamlegast pantið tíma í síma 464-0600 kl 9:00-16:00

Heilbrigðisstofnun Norðurlands, Þórshöfn