Fara í efni

Árshátíðarundirbúningur og blíða á Bakkafirði

Fréttir
Annan daginn í röð er veðrið eins og á góðum júlídegi. Á Bakkafirði var 18 stiga hiti um hádegi og sléttur sjór. Í flæðarmálinu lá selur og sleikti sólina en í grunnskólanum voru krakkarnir í árshátíðarundirbúningi. Þar á að setja upp verkið Hans Klaufa 17. maí og öllu til tjaldað. Það er erfitt á svona dögum að vera inni en þau notuðu hádegishléið í fótbolta áður en skóladeginum var haldið áfram. Sýningin verður auglýst þegar nær dregur.

Annan daginn í röð er veðrið eins og á góðum júlídegi. Á Bakkafirði var 18 stiga hiti um hádegi og sléttur sjór. Í flæðarmálinu lá selur og sleikti sólina en í grunnskólanum voru krakkarnir í árshátíðarundirbúningi. Þar á að setja upp verkið Hans Klaufa 17. maí og öllu til tjaldað. Það er erfitt á svona dögum að vera inni en þau notuðu hádegishléið í fótbolta áður en skóladeginum var haldið áfram. Sýningin verður auglýst þegar nær dregur.