Ársreikningur Langanesbyggðar 2011
Sveitarstjórn Langanesbyggðar samþykkti á fundi sínum í gær, 29. mars, að vísa ársreikningi sveitarfélagsins til seinni umræðu.
Samkvæmt rekstrarreikningi ársins 2011 námu rekstrartekjur A og B hluta 589,4 millj. kr. samanborið við 553,0 millj. kr. á árinu 2010. Hækkun milli ára nemur því um 6,6%.
Rekstrargjöld A og B hluta, þ.e. laun og launatengd gjöld, annar rekstrarkostnaður og afskriftir námu á árinu 554,1 millj. kr. en voru 542,2 millj. kr. á árinu 2010. Hækkun frá fyrra ári nemur 2,2%.
Veruleg breyting er á fjármunatekjum og fjármagnsgjöldum milli ára. Fjármagnsgjöld umfram fjármunatekjur A og B hluta árið 2011 námu 50,3 millj. kr., samanborið við 25,3 millj. kr. á árinu 2010.
Samkvæmt sjóðstreymisyfirliti ársins 2011 nemur veltufé frá rekstri 39,7 millj. kr. samanborið við 36,0 millj. kr. á árinu 2010.
Rekstrarhalli ársins nemur því 17,5 millj. kr. fyrir A og B hluta, samanborið við 14,5 millj. kr. rekstrarhalla á árinu 2010.
Seinni umræða sveitarstjórnar um árseikninginn verður fimmtudaginn 12. apríl nk.
Ársreikning Langanesbyggðar 2011 má finna hér.
Greinargerð sveitarstjóra með fyrri umræðu má finna hér.