Fara í efni

Ársreikningur Langanesbyggðar 2016 – jákvæð rekstrarafkoma í fyrsta sinn

Fréttir
Akoma Langanesbyggðar - línurit
Akoma Langanesbyggðar - línurit
betur,“ sagði hann. Tekjuaukning A hluta milli áranna 2015 og 2016 er um 63,8 m.kr., úr 561 m.kr. árið  2015 í um 626 m.kr. á síðasta ári eða um 25% milli ára. Aukning rekstrarkostnaður á sama tíma var hins vegar mun lægri eða um 3,4%. Gjöld hækkuð um 17 m.kr., úr 501,5 m.kr. árið  2015 í 518,7 m.kr. árið 2016.

Rekstrarafkoma A-hluta sveitarsjóðs Langanesbyggðar á síðasta ári var jákvæð í fyrsta sinn frá sameiningu Þórshafnarhrepps og Skeggjastaðahrepps árið 2006.

Rekstrarniðurstaða A-hluta sveitarsjóðs var jákvæð um tæpar 107 m.kr. fyrir fjármagnskostnað, en 43,6 m.kr. eftir fjármagnsliði og afskriftir.  Það er um það bil sjöfalt betri afkoma en fjárhagsáætlun gerði ráð fyrir.  Þetta kemur fram í ársreikningi sveitarfélagsins sem lagður var fyrir fund sveitarstjórnar 27. apríl sl. Rekstrartekjur A-hluta sveitarfélagsins námu samtals um 625 m.kr. en gjöld 518 m.kr.  Afskriftir og fjármagnsliðir voru samtals um 63 m.kr. Afkoma A og B hluta er jákvæð um 41 m.kr. og 76,8 m.kr. fyrir fjármagnsliði. Rekstrartekjur A og B hluta námu samtals 625 m.kr. árið 2016, samanborið við 741 m.kr. árið 2015. Rekstrargjöld A og B hluta námu samtals 686,5 m.kr. árið 2016, en 646 m.kr. árið 2015.

Elías Pétursson sveitarstjóri, sagði þennan bætta árangur í rekstri sveitarfélagsins fyrst og fremst tilkominn vegna góðs samstarfs við starfsfólk sveitarfélagsins og stefnu sveitarstjórnar. „Þessi vinna mun skila okkur betri rekstrarskilyrðum á þessu ári og því næsta, þó enn sé svigrúm til að gera talsvert betur,“ sagði hann.

Tekjuaukning A hluta milli áranna 2015 og 2016 er um 63,8 m.kr., úr 561 m.kr. árið  2015 í um 626 m.kr. á síðasta ári eða um 25% milli ára. Aukning rekstrarkostnaður á sama tíma var hins vegar mun lægri eða um 3,4%. Gjöld hækkuð um 17 m.kr., úr 501,5 m.kr. árið  2015 í 518,7 m.kr. árið 2016.

Rekstrarniðurstaða allra B-hluta stofnana á síðasta ári var jákvæð, nema hjá hafnarsjóði sem var rekinn með um 9 m.kr. halla, þar sem landaður fiskafli var í sögulegu lágmarki aðallega vegna lélegrar loðnuvertíðar.

Launakostnaður A og B hluta nam samtals um 430 m.kr. á síðasta ári og hafði þá hækkað úr um 405 m.kr. 2015 eða um 25 m.kr. sem um það bil 6% hækkun milli ára.

Skuldahlutfall skv. fjárhagslegum viðmiðum sveitarstjórnarlaga, var 84,7% í árslok, en það var 79,7% árið 2015. Hækkun skýrist af nýju láni að upphæð 140 m.kr., vegna bráðnauðsynlegra framkvæmda við Grunnskólann á Þórshöfn, en á  síðasta ári var lokið við endurbyggingu hans. Húsnæðið var orðið ónothæft og heilsuspillandi vegna rakaskemmda og myglu.

Í árslok 2016 störfuðu 57 starfsmenn hjá sveitarfélaginu í 50 stöðugildum. Fjöldi íbúa í Langanesbyggð var 483 í árslok 2016.