Fara í efni

Ársreikningur Langanesbyggðar 2023 samþykktur

Fréttir

Ársreikningur Langanesbyggðar fyrir árið 2023 var samþykktur á fundi sveitarstjórnar þann 2. maí s.l.  Niðurstaða rekstrar A og B hluta er jákvæð um 160 milljórnir króna en gert var ráð fyrir tæpum 56 milljónum í fjárhagsætlun fyrir árið. Þar af er jákvæð niðurstaða A hluta 66 milljónir en áætlanir gerðu ráð fyrir 49 milljónum. 
Í sjóðstreymi var veltufé frá rekstri A hluta um 173 milljónir króna en að teknu tilliti til afborgana, vaxta og fjárfestinga var handbært fé í árslok rúmar 115 milljónir króna. Samstæðan skilaði 291 milljón í veltufé frá rekstri en að teknu tilliti til áðurnefndra þátta var handbært fé í árslok 118 milljónir króna. 
Laun og launatengd gjöld hækkuðu úr rúmum 458 milljónum króna árið 2022 í 468 milljónir árið 2023 (2,2%) en laun yfirstjórnar lækkuðu um nærri helming eða úr rúmum 42 milljónum í 24 milljónir. 
Skuldaviðmið samkvæmt reglugerð hefur farið úr 103% árið 2021 og er nú 82% og skuldahlutfall úr 130% í 109%.
Rekstrarniðurstaða hefur hægt og rólega batnað undanfarin ár úr því að vera neikvæð um -2,8% í að vera jákvæð um 4,7% árið 2023. Það hefur tekist með samstilltu átaki í sveitarstjórn. 
Sveitarfélagið hélt að sér höndum í fjárfestingum og viðhaldi á meðan vextir voru háir á síðasta ári en gert hafði verið ráð fyrir að fjárfesta fyrir um 187 milljónir króna en niðurstaðan varð um 120 milljónir króna. Það skal þó tekið fram til að gæta allrar sanngirni að þær fjárfestingar sem slegnar voru á frest fara ekkert og fyrr eða síðar þarf að leggja í fjárfestingar og viðhald sem frestað var.  Að sumu leiti er orsaka fyrir minni fjárfestingu að leita í skorti á vinnuafli og/eða erfiðum aðfangakeðjum. Hér fyrir neðan er hlekkur á ársreikninginn.

https://www.langanesbyggd.is/static/files/stjornsysla/Arsreikningar/arsreikningur-langanesbyggdar-2023-signed-lagf_-1-ny-utgafa.pdf