Ásbyrigsmót 13.-15. júlí
Ásbyrgismót verður haldið 13. - 15 .júlí nk.
Mótsnefnd minnir á þá breytingu sem gerð var árið 2012 með verðlaunaafhendingu fyrir 10 ára og yngri að það eru ekki veitt sérstök verðlaun fyrir efstu sætin heldur fá allir þátttakendur viðurkenningu og gildir það sama fyrir fótbolta hjá 10 ára og yngri.
Síðastliðið sumar ákváðum við að breyta aðeins til og breyta aldursflokkum hjá öldungum. Sameinuðum við karla yngri og eldri í einn flokk og bjuggum til ungkonu og ungkarla flokk. Tilgangurinn með þessu er að koma til móts við þann aldursflokk sem er að sækja mótið en hefur ekki fengið að taka þátt fram að þessu.
Nú höfum við ákveðið að stíga stóra skrefið og samræma okkur almennum aldursflokkum í frjálsum íþróttum líkt og á Unglingalandsmótum og öðrum mótum. Aldursflokkarnir á Ásbyrgismótinu hafa lengi verið á skjön og þar hafa verið vandræði með kastþyngdir sökum aldursflokkana. 13 14 ára drengir eiga til dæmis ekki að kasta sömu þyngd, en 13 ára eiga að kasta 3 kg kúlu en 14 ára drengir 4 kg kúlu.
Einnig höfum við ákveðið að leggja af heildarstigakeppnina en halda okkur við einstaklingsstigakeppnina eins og verið hefur undanfarin ár.
Aldursflokkar í frjálsum íþróttum á Ásbyrgismóti 2018.
- Hnokkar og tátur 9 ára og yngri
- Strákar og stelpur 10 11 ára
- Piltar og telpur 12 13 ára
- Sveinar og meyjar 14 15 ára
- Unglingar 16 17 ára
- Táningar 18 19 ára
- Ungkarlar og ungkonur 20 34 ára
- Karlar og konur 35 ára og eldri
|
|
KK |
|
|
KVK |
|
Aldur |
Kúluvarp |
Spjótkast |
Kringla |
Kúluvarp |
Spjótkast |
Kringla |
10 11 ára |
2 kg |
|
|
2 kg |
|
|
12. ára |
3 kg |
|
|
2 kg |
|
|
13. ára |
3 kg |
|
|
2 kg |
|
|
14. ára |
4 kg |
600 gr |
|
3 kg |
400 gr |
|
15. ára |
4 kg |
600 gr |
|
3 kg |
400 gr |
|
16 -17 ára |
5 kg |
700 gr |
1,5 kg |
3 kg |
500 gr |
1 kg |
18-19 ára |
6 kg |
800 gr |
1,75 kg |
4 kg |
600 gr |
1 kg |