Áskorun til sjávarútsvegsráðherra vegna smábátaveiða
Sveitarstjóri hefur sent áskorun til sjávarútsvegsráðherra um að hann tryggi smábátum 48 veiðiheimild í fjóra mánuði á ári.
Þessi áskorun er sett fram þar sem nóg er af fiski á miðunum umhverfis Langanes um þessar mundir. Því var lokað fyrir "veiðar á besta tíma, þegar verðmætasti fiskurinn er á slóðinni," eins og segir í bréfi sveitarstjóra til ráðherra.
Þar segir ennfremur: "Stöðvun veiða nú um miðjan ágúst kemur sér illa, sérstaklega á tímum tekjuskerðingar vegna Covid viðbragða. Auknar heimildir hefðu því komið sér vel fyrir íbúa og byggðarlagið í heild, þegar við öll verðum að einhverju leyti fyrir tekjutapi eins og kunnugt er.
Eins og þér er kunnugt skipta strandveiðar öllu máli fyrir fámennari byggðarlög á landsbyggðinni og ekki síst á stöðum eins og á Bakkafirði, sem skilgreindur hefur verið sem „Brothætt byggð“ að hálfu ríkisins," segir að lokum í bréfinu.
Beðið er svars ráðherra.
Bréfið má sjá hér