Fara í efni

Átak í sorphirðumálum!

Íþróttir
Á vegum umhverfis-, skipulags- og bygginganefndar er unnið að mjög metnaðarfullu verkefni í sorphirðumálum innan sveitarfélagsins.  Stefnt er að því að draga stórlega úr urðun á sorpi í sveitarfé

Á vegum umhverfis-, skipulags- og bygginganefndar er unnið að mjög metnaðarfullu verkefni í sorphirðumálum innan sveitarfélagsins.  Stefnt er að því að draga stórlega úr urðun á sorpi í sveitarfélaginu með því m.a. að flokka frá heimilissorpi efnisflokka sem nýta má til endurvinnslu, s.s. plast, fernur, bylgjupappa, timbur og járn, auk þess að hvetja til jarðgerðar á heima fyrir.  Þegar eru til staðar flokkunarúrræði í sveitarfélaginu s.s. flokkun járns og timburs á gámsvæði þess og einnig er vert að vekja athygli íbúanna á flöskumóttöku endurvinnslunnar og móttöku Rauða krossins á notuðum fatnaði við afgreiðslu Landflutninga.  

Á næstu mánuðum verða íbúum kynntar frekar þær hugmyndir sem unnið er að. Athygli er vakin á svæðisáætlun fyrir sorphirðu í sveitarfélaginu sem nálgast má á heimasíðu þess ( www.lnb.is ). Svæðisáætlunin er ágætlega upplýsandi um þá stefnu sem unnið er eftir.