Fara í efni

Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar er hafin

Fréttir

Kosið verður um sameiningu Langanesbyggðar og Svalbarðshrepps laugardaginn 26. mars næstkomandi. Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar vegna kosningarinnar er hafin hjá sýslumönnum og má greiða atkvæði á skrifstofum sýslumanna á auglýstum afgreiðslutíma á hverjum stað fram að kjördegi. Þeim sem greiða ætla atkvæði ber að framvísa skilríkjum.

Atkvæðagreiðslan fer þannig fram að kjósandi stimplar eða ritar á kjörseðil orðið ,,já" ef hann er hlynntur tillögu um sameiningu sveitarfélaganna en ,,nei" ef hann er mótfallinn tillögunni.

Tekið skal fram að samkvæmt lögum nr. 137/2021  um breytingu á kosningalögum nr. 112/2021 (atkvæðagreiðslur meðal íbúa sveitarfélaga), sem tóku gildi 30. desember sl. segir að um framkvæmd atkvæðagreiðslna meðal íbúa sveitarfélaga á grundvelli 38. gr., 107. gr. og 119. gr. sveitarstjórnarlaga fari eftir lögum um kosningar til sveitarstjórna, nr. 5/1998, og lögum um kosningar til Alþingis, nr. 24/2000, eftir því sem við getur átt.

Kjósendur athugið, að skrifstofa fulltrúa sýslumanns á Þórshöfn verður lokuð til 10. mars. Þangað til geta þeir sem gera ekki ráð fyrir að vera heima á kördag kosið hjá hvaða embætti sýslumanns sem er.