Atvinna í boði
LANGANESBYGGÐ
Auglýsir eftir Slökkviliðsstjóra / Eldvarnareftirlitsmanni
Laus er staða slökkviliðsstjóra hjá Slökkviliði Langnesbyggðar frá og með 1. júní nk.
Umsóknarfrestur er til þriðjudagsins 20. maí nk.
Starfið skiptist í 50% starf slökkviliðsstjóra í Langanesbyggð/Svalbarðshreppi og 50% eldvarnareftirlitsmanns í Þingeyjarsýslum. Laun samkvæmt gildandi kjarasamningum.............
Slökkvilið Langanesbyggðar rekur slökkvilið á Þórshöfn og Bakkfirði og sér einnig um slökkvistarf í Svalbarðshreppi. 50% staða eldvarnareftirlitsmanns á Þórshöfn hefur með að gera allt svæðið austan við Jökulsá á fjöllum. Starfsstöð slökkviliðsstjóra er á Þórshöfn. Á Þórshöfn búa um 400 manns í sérlega fjölskylduvænu umhverfi. Gott og ódýrt íbúðarhúsnæði er til staðar. Á staðnum er öll almenn þjónusta, góður leikskóli og glæsileg íþróttamiðstöð ásamt sundlaug með aðstöðu fyrir alla aldurshópa. Fjölbreyttir útivistarmöguleikar eru til staðar í ósnortinni náttúru. Samgöngur eru góðar, m.a. er flug fimm daga vikunnar til Reykjavíkur um Akureyri.
Upplýsingar gefur Björn Ingimarsson, sveitarstjóri í símum 468 1220 og 895 1448, bjorn@langanesbyggd.is og / eða Ólafur Stefánsson, slökkviliðsstjóri í símum 468 1142 og 893 4479, slokkvilid@langanesbyggd.is .